Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Bíðum vongóð með þolinmæði

Bíðum vongóð með þolinmæði

Hvað hefur þú beðið lengi eftir Guðsríki? Hefurðu beðið þolinmóður þrátt fyrir erfiðleika? (Róm 8:25) Sumir vottar þurfa að horfast í augu við hatur, illa meðferð, fangelsisvist eða jafnvel líflátshótun. Margir aðrir þurfa að takast á við prófraunir eins og langvinna sjúkdóma og elli.

Hvað hjálpar okkur að bíða vongóð hvaða prófraunum sem við kunnum að mæta? Við megum ekki gleyma að styrkja trú okkar daglega með því að lesa í Biblíunni og hugleiða það sem við lesum. Við þurfum að hafa von okkar skýrt í huga. (2Kor 4:16-18; Heb 12:2) Við verðum að leita til Jehóva í einlægri bæn og biðja hann ákaft um kraft heilags anda. (Lúk 11:10, 13; Heb 5:7) Kærleiksríkur faðir okkur getur hjálpað okkur að halda út þolinmóð og glöð. – Kól 1:11, 12.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ VIÐ ÞURFUM AÐ ,ÞREYTA ÞOLGÓÐ SKEIÐIБ – TREYSTU AÐ ÞÚ FÁIR SIGURLAUNIN OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvaða óvæntu atburðir gætu komið upp í lífinu? (Préd 9:11)

  • Hvernig hjálpar bænin okkur þegar við stöndum frammi fyrir erfiðleikum?

  • Hvers vegna ættum við að einbeita okkur að því sem við getum ennþá gert í þjónustu Jehóva ef við getum ekki gert eins mikið og áður?

  • Hvað hjálpar þér að treysta því að þú fáir sigurlaunin?