Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – hættum biblíunámskeiði ef nemandinn tekur ekki framförum

Tökum framförum í að boða trúna – hættum biblíunámskeiði ef nemandinn tekur ekki framförum

HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT: Fólk þarf að ákalla nafn Jehóva til að verða hólpið. (Róm 10:13, 14) En það vilja ekki allir lifa eftir meginreglum Jehóva þótt þeir þiggi biblíunámskeið. Dýrmætum tíma okkar í boðuninni er best varið með því að hjálpa þeim sem vilja einlæglega þóknast Jehóva og gera breytingar. Ef biblíunemandi tekur ekki framförum eftir hæfilega langan tíma, væri skynsamlegt að snúa sér að þeim sem Jehóva laðar að söfnuði sínum. (Jóh 6:44) En ef viðkomandi sýnir seinna að hann hafi rétt hugarfar erum við að sjálfsögðu tilbúin að taka upp þráðinn. – Post 13:48.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Hrósaðu nemandanum fyrir að vilja afla sér nákvæmrar þekkingar. – 1Tím 2:4.

  • Leggðu áherslu á að það sé mikilvægt fyrir nemandann að fara eftir því sem hann lærir. – Lúk 6:46-49.

  • Ræddu vingjarnlega um dæmisöguna um sáðmanninn og biddu nemandann að íhuga hvað aftri honum að taka framförum. – Matt 13:18-23.

  • Útskýrðu á nærgætinn hátt hvers vegna þú ætlar að hætta biblíunámskeiðinu.

  • Láttu hann vita að þú getir komið við hjá honum öðru hvoru til að hvetja hann og ef hann langar til að taka framförum seinna geti biblíunámskeiðið haldið áfram.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvað kom fram í samtalinu sem gaf til kynna að nemandinn tæki ekki framförum í trúnni?

  • Hvernig hjálpaði boðberinn nemandanum að átta sig á því að hann þyrfti að gera breytingar?

  • Hvernig sýndi boðberinn að það væri möguleiki að taka upp þráðinn seinna?