Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Skynjar þú ósýnilega eiginleika Guðs?

Skynjar þú ósýnilega eiginleika Guðs?

Þegar þú horfir á litríkt blóm, stjörnumprýddan himin eða dynjandi foss, sérðu þá handaverk skaparans? Sköpunarverkið allt í kring um okkur endurspeglar ósýnilega eiginleika Jehóva. (Róm 1:20) Með því að staldra við og velta fyrir okkur því sem fyrir augu ber, skynjum við mátt Guðs, kærleika, visku og réttlæti ásamt örlæti hans. – Slm 104:24.

Hverju tekurðu eftir í sköpunarverki Jehóva dags daglega? Þótt þó búir í borg geturðu trúlega séð fugla eða tré. Ef við leggjum okkur fram við að skoða sköpunarverk Jehóva getur það hjálpað okkur að draga úr kvíða, setja vandamál okkar í rétt samhengi og treysta því betur að Jehóva geti séð fyrir þörfum okkar að eilífu. (Matt 6:25-32) Ef þú átt börn skaltu hjálpa þeim að skynja óviðjafnanlega eiginleika Jehóva. Þegar við lærum að meta sköpunarverkið í kring um okkur betur verðum við nátengdari skaparanum. – Slm 8:4, 5.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ UNDUR SKÖPUNARVERKSINS OPINBERA DÝRÐ GUÐS – LJÓS OG LITIR, OG SVARAÐU EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig gera litarefni okkur kleift að sjá liti?

  • Hvað veldur mismunandi litbrigðum?

  • Hvers vegna eru svona mismunandi litir á himninum?

  • Hvaða eftirtektarverðu liti í sköpunarverkinu hefur þú séð nálægt heimili þínu?

  • Hvers vegna ættum við að staldra við og virða fyrir okkur náttúruna í kringum okkur?

Hvað segja ljós og litir okkur um eiginleika Jehóva?