LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
„Hafið ekki áhyggjur“
Jehóva hjálpaði fátækum í Ísrael til forna. Á hvaða vegu hjálpar hann fátækum þjónum sínum nú á dögum?
-
Hann hefur kennt þeim að temja sér rétt viðhorf til peninga. – Lúk 12:15; 1Tí 6:6–8.
-
Hann hefur hjálpað þeim að hafa sjálfsvirðingu. – Job 34:19.
-
Hann hefur kennt þeim að vera vinnusamir og forðast skaðlegar venjur. – Okv 14:23; 20:1; 2Kor 7:1.
-
Hann hefur leitt þá inn í kærleiksríkt bræðralag. – Jóh 13:35; 1Jó 3:17, 18.
-
Hann gefur þeim von. – Sl 9:19; Jes 65:21–23.
Við þurfum ekki að hafa áhyggjur sama hvað staða okkar virðist vonlaus. (Jes 30:15) Jehóva sér fyrir efnislegum þörfum okkar ef við einbeitum okkur fyrst og fremst að ríki hans. – Mt 6:31–33.
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ KÆRLEIKURINN BREGST ALDREI ÞRÁTT FYRIR ... FÁTÆKT – KONGÓ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvernig hafa bræður okkar og systur, sem búa í nágrenni við staði þar sem umdæmismót eru haldin, sýnt mótsgestum sem koma langt að gestrisni?
-
Hvað lærum við af myndbandinu um umhyggju Jehóva fyrir fátækum?
-
Hvernig getum við líkt eftir Jehóva sama hvernig við erum stödd fjárhagslega?