Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Sérstakt boðunarátak til að hefja biblíunámskeið í september

Sérstakt boðunarátak til að hefja biblíunámskeið í september

Við gerum samstillt átak í september og notum bæklinginn Von um bjarta framtíð til að bjóða biblíunámskeið á hverju einasta heimili. Boðberum er gefinn kostur á að starfa 30 klukkustundir sem aðstoðarbrautryðjendur. Hvernig getum við tekið þátt í þessu sérstaka boðunarátaki?

  • Í fyrstu heimsókn: Notum baksíðuna á bæklingnum til að skapa áhuga og reynum að sýna hvernig biblíunámskeið fer fram. Skiljum bæklinginn ekki eftir þar sem enginn er heima. Látum hann ekki fylgja bréfum til fólks nema að það hafi sýnt áhuga. Starfsnefnd safnaðarins getur skipulagt auka samansafnanir í mánuðinum.

  • Önnur tækifæri: Munum eftir þeim sem hafa áður sýnt áhuga ekki síst þeim sem við höfum oft heimsótt. Þótt þeir hafi áður afþakkað biblíunámskeið gæti nýja námsaðferðin og bæklingurinn vakið áhuga þeirra. Ef söfnuðurinn notar ritatrillur ætti að stilla upp bæklingunum Von um bjarta framtíð. Látið fólk sem sýnir bæklingnum áhuga vita að ókeypis biblíunámskeið fylgir með. Sýnið stuttlega á staðnum hvernig biblíunámskeið fer fram eða gerið ráðstafanir til að gera það síðar. Starfshirðirinn getur ákveðið að senda hæfa boðbera í fyrirtæki á svæðinu til að bjóða biblíunámskeið. Þú gætir líka boðið vinnufélögum þínum biblíunámskeið eða öðrum sem þú hittir óformlega.

Jesús sagði okkur að gera fólk „að lærisveinum“ og ,kenna því‘. (Mt 28:19, 20) Þetta sérstaka boðunarátak hjálpar okkur að nota Von um bjarta framtíð til að ná því markmiði.