LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Guðsríki – fyrstu 100 árin
Þeir sem vilja gerast þegnar ríkis Guðs ættu að læra eins mikið og þeir geta um Guðsríki og hverju það mun koma til leiðar. Hvers vegna? Það styrkir ekki aðeins trú þeirra á að ríki Guðs fari með völd heldur knýr þá líka til að segja öðrum frá fagnaðarerindinu um ríkið. (Slm 45:2; 49:4) Þegar þú horfir á myndskeiðið Guðsríki – fyrstu 100 árin skaltu finna svör við eftirfarandi spurningum:
-
Hvers vegna var „Sköpunarsagan í myndum“ til blessunar fyrir þá sem sáu hana?
-
Hvernig var útvarpið notað til að ná til fólks með fagnaðarerindið?
-
Hvaða aðrar aðferðir voru notaðar til að boða fagnaðarerindið og með hvaða árangri?
-
Hvernig hefur þjálfunin fyrir boðunina verið bætt í áranna rás?
-
Hvaða þjálfun fengu nemendur Gíleaðskólans sem nýttist þeim vel?
-
Hvaða hlutverki gegna mótin í menntun fólks Jehóva?
-
Hvað sannfærir þig um að Guðsríki sé við völd?
-
Hvernig sýnum við ríki Guðs stuðning?