LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Fetaðu í fótspor Krists
Jesús setti okkur fordæmi til eftirbreytni, einkum þegar við erum reynd eða verðum fyrir ofsóknum. (1Pét 2:21-23) Þótt Jesús væri smánaður svaraði hann aldrei í sömu mynt, jafnvel þótt hann væri þjáður. (Mrk 15:29-32) Hvað hjálpaði honum að halda út? Hann var staðráðinn í að gera vilja Jehóva. (Jóh 6:38) Hann einbeitti sér líka að ,gleðinni sem beið hans‘. – Heb 12:2.
Hver eru viðbrögð okkar þegar við sætum illri meðferð vegna trúarinnar? Sannkristinn maður ,geldur engum illt fyrir illt‘. (Róm 12:14, 17) Þegar við líkjum eftir þolgæði Krists í þjáningum getum við verið ánægð því Guð hefur velþóknun á okkur. – Matt 5:10-12; 1Pét 4:12-14.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ EKKERT ER MIKILVÆGARA EN NAFN JEHÓVA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvernig notaði systir Pötzinger * tímann skynsamlega þegar hún var í einangrun?
-
Hvaða þjáningar þurftu Pötzinger-hjónin að þola í ýmsum fangabúðum?
-
Hvað hjálpaði þeim að halda út?
^ gr. 6 Einnig stafað Poetzinger.