LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Hvað fyndist Jehóva um það?
Spyrjum við okkur áður en við tökum stórar eða smáar ákvarðanir hvað Jehóva finnist um þær? Þótt við munum aldrei vita allt um það hvernig Jehóva hugsar, gefur hann okkur nægilega innsýn í það svo við getum verið hæf ,til sérhvers góðs verks‘. (2Tím 3:16, 17; Róm 11:33, 34) Jesús skildi greinilega hver vilji Jehóva var og lét hann hafa forgang í lífi sínu. (Jóh 4:34) Líkjum eftir Jesú og gerum okkar besta til að taka ákvarðanir sem gleðja Jehóva. – Jóh 8:28, 29; Ef 5:15–17.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ LEITUMST ALLTAF VIÐ AÐ SKILJA VILJA JEHÓVA (3MÓS 19:18) OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvers vegna verðum við að heimfæra meginreglur Biblíunnar í lífi okkar?
-
Hvaða meginreglur Biblíunnar ættum við að hafa að leiðarljósi þegar við veljum tónlist?
-
Hvaða meginreglur Biblíunnar ættum við að hafa að leiðarljósi þegar við tökum ákvarðanir varðandi föt og útlit?
-
Á hvaða fleiri sviðum verðum við að heimfæra meginreglur Biblíunnar?
-
Hvernig getum við tekið framförum í að taka mið af vilja Jehóva þegar við tökum ákvarðanir?