Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Veldu afþreyingu af skynsemi

Veldu afþreyingu af skynsemi

Hvers vegna þurfum við að vera skynsöm þegar við veljum okkur afþreyingu? Þegar við veljum að horfa á kvikmynd, hlusta á tónlist, skoða netsíðu, lesa bók eða spila tölvuleik kjósum við um leið hvað fer inn í hugann. Það sem við veljum hefur áhrif á hegðun okkar. Því miður inniheldur mikið af afþreyingunni sem er í boði ýmislegt sem Jehóva fordæmir. (Slm 11:5; Gal 5:19–21) Þess vegna er brýnt fyrir okkur í Biblíunni að halda áfram að hugfesta það sem er Jehóva til heiðurs. – Fil 4:8.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ HVAÐA AFÞREYINGU ÆTTI ÉG AÐ VELJA? OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvað er líkt með sumu afþreyingarefni nú á dögum og bardögum skylmingaþræla í Rómaveldi?

  • Hvernig geta bræður og systur hjálpað ungu fólki í söfnuðinum að velja afþreyingu af skynsemi?

  • Hvaða áhrif ættu orðin í Rómverjabréfinu 12:9 að hafa á val okkar á afþreyingu?

  • Nefndu dæmi um uppbyggilega afþreyingu sem er í boði þar sem þú býrð?