18.-24. janúar
ESRABÓK 1-5
Söngur 85 og bæn
Inngangsorð (3 mín. eða skemur)
FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS
„Jehóva stendur við loforð sín“: (10 mín.) [Spilaðu myndskeiðið Kynning á Esrabók.]
Esr 3:1-6 – Spádómarnir í orði Jehóva bregðast aldrei. (w06 1.1. bls. 20 gr. 2)
Esr 5:1-7 – Jehóva getur búið svo um hnútana að allt gangi þjónum hans í haginn. (w06 1.1. bls. 20 gr. 4; w86 1.9. bls. 21 gr. 1)
Gröfum eftir andlegum gimsteinum: (8 mín.)
Esr 1:3-6 – Hvers vegna voru þeir Ísraelsmenn, sem buðu sig ekki fram til að fara til Jerúsalem, ekki endilega veikir í trúnni? (w06 1.1. bls. 18 gr. 5 og bls. 20 gr. 1)
Esr 4:1-3 – Hvers vegna var aðstoð hafnað? (w06 1.1. bls. 20 gr. 3)
Hvað get ég lært um Jehóva af biblíulestri vikunnar?
Hvað hef ég lært af biblíulestri vikunnar til að nota þegar ég boða trúna?
Biblíulestur: Esr 3:10 – 4:7 (4 mín. eða skemur)
LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA
Fyrsta heimsókn: (2 mín. eða skemur) Kynntu baksíðugrein nýjasta Varðturnsins. Leggðu grunn að endurheimsókn.
Endurheimsókn: (4 mín. eða skemur) Sýndu hvernig þú ferð að þegar þú hittir aftur einhvern sem sýndi áhuga á baksíðugrein nýjasta Varðturnsins. Leggðu grunn að næstu heimsókn.
Biblíunámskeið: (6 mín. eða skemur) Sýndu hvernig biblíunámskeið fer fram. (bh bls. 20, 21 gr. 6-8)
LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
,Allt þetta mun veitast yður að auki‘: (5 mín.) Ræða byggð á Matteusi 6:33 og Lúkasi 12:22-24. Bjóddu boðberum að segja hvernig Jehóva hefur staðið við loforð sitt að sjá þeim fyrir efnislegum þörfum þegar þeir settu Guðsríki í fyrsta sætið.
Stendur þú við orð þín? ,Segirðu já en meinar nei‘?: (10 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda. (w14 15.3. bls. 30-32)
Safnaðarbiblíunám: cf kafli 5 gr. 9-15 (30 mín.)
Upprifjun og kynning á efni næstu viku (3 mín.)
Söngur 41 og bæn