Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Ekki gleyma að biðja fyrir þjónum Guðs sem eru ofsóttir

Ekki gleyma að biðja fyrir þjónum Guðs sem eru ofsóttir

Því var spáð fyrir í Biblíunni að Satan myndi ofsækja okkur til að reyna að hindra þjónustu okkar. (Jóh 15:20; Opb 12:17) Hvernig getum við hjálpað trúsystkinum okkar í öðrum löndum sem þurfa að þola ofsóknir? Við getum beðið fyrir þeim. „Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.“ – Jak 5:16.

Hvernig getum við beðið fyrir þeim? Við getum beðið Jehóva að gefa bræðrum okkar og systrum hugrekki og hjálp til að sigrast á ótta. (Jes 41:10-13) Við getum líka beðið fyrir yfirvöldum, að þau verði velviljuð boðuninni „til þess að við fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi“. – 1Tím 2:1, 2.

Þegar Páll og Pétur voru ofsóttir á fyrstu öld báðu trúsystkini þeirra fyrir þeim og nefndu þá með nafni. (Post 12:5; Róm 15:30, 31) Gætum við nefnt land, hérað eða söfnuð þeirra sem eru ofsóttir, þótt við þekkjum þá ekki alla með nafni?

Skrifaðu niður nöfn á löndum þar sem ofsóttir þjónar Guðs eru og þú vilt biðja fyrir.