LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Varðveittu hjónaband þitt
Jehóva lítur hjúskaparheitið alvarlegum augum. Hann sagði að eiginmenn og eiginkonur eigi að vera bundin hvort öðru. (Mt 19:5, 6) Meðal fólks Guðs eru mörg farsæl hjónabönd. Samt sem áður er ekkert hjónaband fullkomið. Vandamál koma upp. Tileinkum okkur ekki það algenga viðhorf að skilnaður sé lausnin á hjónabandserfiðleikum. Hvernig geta kristin hjón varðveitt hjónaband sitt?
Skoðum fimm mikilvæg atriði.
-
Verndaðu hjarta þitt með því að forðast daður og siðlausa skemmtun sem veikir hjónabandið. – Mt 5:28; 2Pé 2:14.
-
Styrktu vináttusamband þitt við Guð og leggðu þig fram um að þóknast honum í hjónabandinu. – Sl 97:10.
-
Haltu áfram að íklæðast hinum nýja manni og sýndu góðvild með því að gera ýmislegt sem gerir líf maka þíns aðeins auðveldara. – Kól 3:8–10, 12–14.
-
Viðhaltu innihaldsríkum tjáskiptum og sýndu kurteisi. – Kól 4:6.
-
Sinntu hjúskaparskyldu þinni af ástúð og kærleika. – 1Kor 7:3, 4; 10:24.
Þegar kristin hjón hafa hjónabandið í heiðri þá heiðra þau Jehóva, höfund hjónabandsins.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ VIÐ ÞURFUM AÐ ,ÞREYTA ÞOLGÓÐ SKEIÐIБ - FYLGDU KEPPNISREGLUNUM OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvaða erfiðleikar geta komið upp þótt hjónabandið byrji vel?
-
Hvernig geta meginreglur Biblíunnar hjálpað þeim sem finnst þeir vera í ástlausu hjónabandi?
-
Hvaða reglur hefur Jehóva sett um hjónabandið?
-
Hvað verða bæði hjónin að gera til að hjónabandið sé farsælt?