Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Unglingar – talið við foreldra ykkar í einlægni

Unglingar – talið við foreldra ykkar í einlægni

Hvers vegna ættirðu að segja foreldrum þínum í einlægni hvað þú ert að hugsa? (Okv 23:26) Vegna þess að Jehóva hefur falið pabba þínum og mömmu að sjá um þig og leiðbeina þér. (Sl 127:3, 4) Ef þú heldur öllum áhugamálum þínum og áhyggjum leyndum getur verið erfitt fyrir þau að hjálpa þér. Þú myndir auk þess fara á mis við allt sem þau hafa lært af reynslunni. En er eitthvað athugavert við að hafa sumar hugsanir út af fyrir sig? Ekki endilega – svo framarlega sem þú ert ekki að blekkja þau. – Okv 3:32.

Hvernig geturðu talað við foreldra þína? Reyndu að velja tíma sem hentar bæði þér og þeim. Ef það er erfitt gætirðu skrifað öðru þeirra bréf til að útskýra tilfinningar þínar. En hvað ef þau vilja tala um málefni sem þú vilt helst ekki ræða? Mundu að þau vilja þér vel. Líttu á foreldra þína sem samherja en ekki mótherja. Ef þú leggur þig fram við að tala við foreldra þína í einlægni nýtur þú góðs af því alla ævi, að eilífu. – Okv 4:10–12.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ UNGLINGSÁRIN – HVERNIG GET ÉG TALAÐ VIÐ FORELDRA MÍNA? OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hverju gerðu Esther og Partik sér grein fyrir að þau þyrftu að breyta hjá sjálfum sér?

  • Hvað getur þú lært af fordæmi Jesú?

  • Hvernig hafa foreldrar þínir sýnt að þeim þykir vænt um þig?

  • Foreldrar þínir vilja að þér vegni vel.

    Hvaða meginreglur í Biblíunni gætu hjálpað þér að tala við foreldra þína?