Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

Jehóva hjálpar okkur í prófraunum

Jehóva hjálpar okkur í prófraunum

Nú á síðustu dögum verðum við fyrir mörgum erfiðum prófraunum. Stundum gæti okkur fundist þær óbærilegar. En ef við höldum áfram að nálgast Jehóva hjálpar hann okkur að halda út, líka þegar prófraunirnar taka verulega á. (Jes 43:2, 4) Hvernig getum við nálgast Jehóva þegar við erum að takast á við prófraunir?

Bæn: Þegar við úthellum hjarta okkar fyrir Jehóva veitir hann okkur hugarró og tilfinningalegan styrk til að halda út. – Fil 4:6, 7; 1Þe 5:17.

Samkomur: Við þurfum nú meira en nokkru sinni fyrr á andlegri fæðu að halda og þeim félagsskap sem Jehóva sér okkur fyrir á samkomum. (Heb 10:24, 25) Þegar við undirbúum okkur fyrir safnaðarsamkomur, mætum og tökum þátt í þeim, nýtum við til fulls þá hjálp sem andi Jehóva veitir. – Op 2:29.

Boðun: Það verður auðveldara fyrir okkur að vera jákvæð ef við gerum allt sem við getum til að vera virkir þátttakendur í boðuninni. Við styrkjum líka vináttuböndin við Jehóva og samverkamenn okkar. – 1Kor 3:5–10.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ JEHÓVA TEKUR OKKUR AÐ SÉR OG SVARAÐU SVO EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvað hjálpaði Malu að nálgast Jehóva í prófraunum?

  • Hvernig geta orðin í Sálmi 34:18 líka veitt okkur huggun í prófraunum?

  • Hvernig sýnir reynsla Malu að Jehóva veitir okkur ,kraft sem er ofar mannlegum mætti‘ þegar við erum að takast á við prófraunir? – 2Kor 4:7.