Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

15.–21. janúar

JOBSBÓK 36, 37

15.–21. janúar

Söngur 147 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Þú getur treyst loforði Guðs um eilíft líf

(10 mín.)

Jehóva er sjálfur eilífur. (Job 36:26; w15-E 1.10. 13 gr. 1, 2)

Jehóva hefur visku og mátt til að viðhalda lífi. (Job 36:27, 28; w20.05 22 gr. 6)

Jehóva kennir okkur hvernig við getum öðlast eilíft líf. (Job 36:4, 22; Jóh 17:3)


Sterk trú á loforð Guðs um eilíft líf hjálpar okkur að takast á við erfiðleika í lífinu. – Heb 6:19; w22.10 28 gr. 16.

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Job 37:20 – Hvernig var fréttum og upplýsingum oft komið á framfæri í biblíulöndunum til forna? (it-1-E 492)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. (lmd kafli 3 liður 3)

5. Eftirfylgni

(4 mín.) HÚS ÚR HÚSI. (lmd kafli 2 liður 5)

6. Útskýrðu trúarskoðanir þínar

(5 mín.) Ræða. ijwfq 57 gr. 5–15 – Stef: Hvers vegna voru vottar Jehóva ofsóttir á tímum helfararinnar? (th þjálfunarliður 18)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 49

7. Vertu undirbúinn ef aðstæður koma upp sem útheimta læknismeðferð eða skurðaðgerð.

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda í umsjón öldungs.

Söfnuður Jehóva hefur séð okkur fyrir verkfærum sem hjálpa okkur að fara eftir lögum Guðs um blóðið. (Pos 15:28, 29) Nýtirðu þér þessi verkfæri?

Yfirlýsing og umboð vegna læknismeðferðar (blóðkortið) og Nafnskírteini: Óskir sjúklinga varðandi notkun blóðs í læknismeðferð koma fram í þessum skjölum. Skírðir boðberar geta fengið blóðkort hjá ritaþjóninum fyrir sig og Nafnskírteini fyrir börn sín undir lögaldri. Við ættum alltaf að vera með þessar yfirlýsingar á okkur. Ef þú átt eftir að fylla út eða uppfæra blóðkort skaltu ekki slá því á frest.

Upplýsingar fyrir verðandi mæður (S-401) og Upplýsingar fyrir sjúklinga sem þurfa að gangast undir skurðaðgerð eða lyfjameðferð vegna krabbameins (S-407): Þessi skjöl hjálpa okkur að vera betur undirbúin fyrir læknishjálp, þar á meðal aðstæður sem gætu tengst blóði. Biddu öldungana um eintak af viðeigandi skjali ef þú átt von á barni eða þarft að gangast undir skurðaðgerð eða krabbameinsmeðferð.

Spítalasamskiptanefnd: Hæfir öldungar eru tilbúnir að veita læknum og boðberum upplýsingar sem tengjast blóði. Þeir geta rætt við þá sem veita þér heilbrigðisþjónustu um meðferðir eða úrræði til að komast hjá blóðgjöf. Ef þörf krefur geta þeir hjálpað þér að finna samstarfsfúsan lækni. Þessir bræður eru til taks allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Hafðu alltaf samband við spítalasamskiptanefndina eins fljótt og hægt er þegar þörf er á spítalavist, skurðaðgerð eða læknismeðferð svo sem krabbameinsmeðferð, jafnvel þótt ekkert bendi til þess að blóðgjöf komi til tals. Þetta á líka við um verðandi mæður. Ef þú þarft aðstoð veita öldungarnir upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við spítalasamskiptanefndina.

Spilaðu Myndbandið Spítalasamskiptanefndir – hvernig geta þær aðstoðað? Spyrðu síðan áheyrendur:

Hvernig getur spítalasamskiptanefndin hjálpað þér ef þú þarft á læknismeðferð eða skurðaðgerð að halda?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 67 og bæn