Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

19.–25. febrúar

SÁLMUR 8–10

19.–25. febrúar

Söngur 2 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. „Ég vil lofa þig, Jehóva“

(10 mín.)

Jehóva er einstaklega góður við okkur. (Sl 8:3–6; w21.08 3 gr. 6)

Við lofum Jehóva af gleði með því að segja öðrum frá undraverkum hans. (Sl 9:1; w20.05 23 gr. 10)

Við lofum hann líka þegar við syngjum af hjartans lyst fyrir hann. (Sl 9:2; w22.04 7 gr. 13)

SPYRÐU ÞIG: Hvernig get ég lofað Jehóva á aðra vegu?

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 8:3 – Hvað átti sálmaritarinn við þegar hann talaði um fingur Guðs? (it-1-E 832)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja öðrum frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Húsráðandinn segist ekki trúa á Guð. (lmd kafli 5 liður 4)

5. Eftirfylgni

(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Viðmælandinn sagðist ekki trúa á Guð síðast þegar þú talaðir við hann, en er samt til í að skoða rök fyrir því að það sé til skapari. (th þjálfunarliður 7)

6. Ræða

(5 mín.) w21.06 6, 7 gr. 15–18 – Stef: Hjálpaðu biblíunemenda þínum að lofa Jehóva. (th þjálfunarliður 10)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 10

7. Boðum trúna óformlega á eðlilegan hátt

(10 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Ein leið til að lofa Jehóva oftar er að boða þeim trúna sem við hittum í dagsins önn. (Sl 35:28) Í fyrstu gætum við verið óörugg að boða trúna óformlega. En þegar við höfum lært að hefja samræður og láta þær þróast eðlilega fer okkur að ganga vel og því fylgir gleði.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Vertu reiðubúinn að boða „fagnaðarboðskapinn um frið“ – taktu frumkvæðið. Spyrðu síðan áheyrendur:

Hvað lærðir þú af þessu myndbandi sem getur hjálpað þér að taka framförum í að boða trúna óformlega?

Hér á eftir eru nokkur ráð sem geta hjálpað þér að hefja samræður:

  •   Vertu vakandi fyrir tækifærum til að hefja samræður hvert sem þú ferð. Gerðu það að bænarefni og biddu Jehóva að hjálpa þér að finna einlægt fólk sem vill hlusta.

  •   Vertu vingjarnlegur og sýndu fólki sem þú hittir persónulegan áhuga. Reyndu að átta þig á hvaða biblíusannindi gætu höfðað til viðmælandans.

  •   Reyndu að skapa tækifæri til að skiptast á samskiptaupplýsingum ef við á.

  •   Ekki verða fyrir vonbrigðum ef samræðurnar enda áður en þér tekst að boða trúna.

  •   Hugsaðu til viðmælandans eftir að samtalinu lýkur. Haltu áfram að sýna persónulegan áhuga með því að senda krækju á biblíuvers eða grein á jw.org.

Reyndu þetta: Ef einhver spyr þig hvernig helgin hafi verið hjá þér, segðu þá frá einhverju sem þú lærðir á samkomu eða þátttöku þinni í boðuninni.

8. Staðbundnar þarfir

(5 mín.)

9. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 65 og bæn