Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

26. febrúar–3. mars

SÁLMUR 11–15

26. febrúar–3. mars

Söngur 139 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Sjáðu þig fyrir þér í friðsælum nýjum heimi Guðs

(10 mín.)

Ofbeldið í heiminum stafar af því að fólk virðir ekki lög og reglur samfélagsins. (Sl 11:2, 3; w06 1.5. 19 gr. 3)

Við getum treyst því að Jehóva bindi bráðlega enda á ofbeldi. (Sl 11:5; wp16.4 11)

Þegar við hugleiðum loforð Jehóva um nýjan heim verður auðveldara fyrir okkur að bíða þolinmóð. (Sl 13:5, 6; w17.08 7 gr. 15)

PRÓFAÐU ÞETTA: Lestu Esekíel 34:25 og gefðu þér smástund til að sjá sjálfan þig fyrir þér í því friðsæla umhverfi sem þar er lýst. – kr 236 gr. 16.

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 14:1 – Hvernig gæti jafnvel sannkristnu fólki stafað hætta af þessu hugarfari? (w13 15.9. 19 gr. 12)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(2 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Bjóddu viðmælanda þínum á minningarhátíðina. (lmd kafli 5 liður 3)

5. Að hefja samræður

(1 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Bjóddu viðmælanda þínum á minningarhátíðina. (lmd kafli 3 liður 4)

6. Að hefja samræður

(3 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Viðmælandinn sýnir áhuga á boðsmiðanum fyrir minningarhátíðina. (lmd kafli 7 liður 4)

7. Að gera fólk að lærisveinum

(5 mín.) lff kafli 13 samantekt, upprifjun og markmið. Notaðu grein undir fyrirsögninni „Kannaðu“ til að hjálpa nemandanum að skilja viðhorf Guðs til falstrúarbragða. (th þjálfunarliður 12)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 8

8. „Viska er betri en vopn“

(10 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Ofbeldi eykst stöðugt um allan heim. Jehóva veit að ofbeldið sem við sjáum og verðum fyrir getur valdið miklum kvíða. Hann skilur líka að við höfum þörf fyrir vernd. Hann veitir okkur vernd meðal annars fyrir milligöngu orðs síns, Biblíunnar. – Sl 12:5–7.

Viskan í Biblíunni er „betri en vopn“. (Pré 9:18) Íhugaðu hvernig eftirfarandi meginreglur í Biblíunni geta verndað okkur gegn ofbeldi.

  • Pré 4:9, 10 – Verum ekki ein á ferð á hættulegum svæðum eða við óöruggar aðstæður.

  • Okv 22:3 – Verum vakandi fyrir því sem er að gerast í kringum okkur þegar við erum innan um annað fólk.

  • Okv 26:17 – Tökum ekki þátt í deilum sem koma okkur ekki við.

  • Okv 17:14 – Yfirgefum svæðið ef ofbeldi virðist vera í aðsigi. Höldum okkur fjarri fólki sem safnast saman til að mótmæla.

  • Lúk 12:15 – Stofnum aldrei lífi okkar í hættu til að verja eigur okkar.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Líkjum eftir þeim sem trúa en ekki þeim sem skortir trú – Enok en ekki Lamek. Spyrðu síðan áheyrendur:

Hvaða áhrif hafði fordæmi Enoks á ákvörðun og hegðun föðurins þegar ofbeldi ríkti? – Heb 11:5.

Við sumar aðstæður gæti þjóni Guðs fundist nauðsynlegt að gera raunhæfar ráðstafanir til að verja sig eða eigur sínar. En hann myndi umfram allt forðast að taka mannslíf og baka sér blóðskuld. – Sl 51:14; sjá „Spurningar frá lesendum“ í Varðturninum í júlí 2017.

9. Átak til að bjóða á minningarhátíðina hefst laugardaginn 2. mars

(5 mín.) Ræða í umsjón öldungs. Útskýrðu fyrirkomulag safnaðarins í sambandi við átakið, sérræðuna og minningarhátíðina. Minnið boðbera á að í mars og apríl geti þeir valið að vera aðstoðarbrautryðjendur sem skila 15 klukkustundum á mánuði.

10. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 40 og bæn