Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

8.–14. janúar

JOBSBÓK 34, 35

8.–14. janúar

Söngur 30 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Þegar fólk virðist verða fyrir óréttlæti í lífinu

(10 mín.)

Mundu að Jehóva á aldrei sök á óréttlæti. (Job 34:10; wp19.1 8 gr. 2)

Vont fólk virðist komast upp með óréttlæti en það getur ekki falið sig fyrir Jehóva. (Job 34:21–26; w17.04 10 gr. 5)

Besta leiðin til að hjálpa þeim sem verða fyrir óréttlæti er að fræða þá um Jehóva. (Job 35:9, 10; Mt 28:19, 20; w21.05 7 gr. 19, 20)

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Job 35:7 – Við hvað átti Elíhú þegar hann spurði Job: ‚Hvað fær Guð þá frá þér?‘ (w17.04 29 gr. 3)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Bjóddu biblíunámskeið. (lmd kafli 10 liður 3)

5. Að hefja samræður

(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Sýndu viðmælanda sem á lítil börn hvernig hægt er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra á jw.org. (lmd kafli 1 liður 4)

6. Að gera fólk að lærisveinum

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 58

7. Langar þig til að „boða orðið“ við óformlegar aðstæður?

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Páll hvatti Tímóteus til að ,boða orðið af kappi‘. (2Tí 4:2) Gríska sögnin sem er þýdd „gerðu það af kappi“ var stundum notuð í tengslum við hernað og átti þá við hermann eða vörð sem var alltaf í viðbragðsstöðu á varðstað sínum. Þetta orðalag lýsir því vel að við viljum alltaf vera vakandi fyrir tækifærum til að segja frá trúnni þegar við tölum við fólk.

Kærleikur okkar til Jehóva og þakklæti fyrir allt sem hann gerir fyrir okkur knýr okkur til að segja öðrum frá yndislegum eiginleikum hans.

Lestu Sálm 71:8. Spyrðu síðan áheyrendur:

Hverju vilt þú segja öðrum frá af öllu því góða sem Jehóva gerir?

Náungakærleikur knýr okkur líka til að boða trúna við óformlegar aðstæður.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Hundruð manna fundu sannleikann. Spyrðu síðan áheyendur:

  •   Hvernig varð boðun við óformlegar aðstæður til þess að mörg hundruð manns kynntust sannleika Biblíunnar?

  •   Hvernig var það þessum fyrrum kirkjugestum til góðs að kynnast sannleikanum?

  • Hvers vegna knýr náungakærleikur okkur til að boða trúna við óformlegar aðstæður?

  • Hvers vegna finnst þér að óformlegur vitnisburður sé áhrifarík leið til að hjálpa fólki að kynnast Jehóva?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 138 og bæn