Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

20.–26. janúar

SÁLMUR 138, 139

20.–26. janúar

Söngur 93 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Ekki láta kvíða halda aftur af þér

(10 mín.)

Við viljum lofa Jehóva af öllu hjarta. (Sl 138:1)

Treystu á hjálp Jehóva þegar þú kvíðir því að taka þátt í samkomu. (Sl 138:3)

Kvíði getur verið góðs viti. (Sl 138:6; w19.01 10 gr. 10)

TILLAGA: Það getur dregið úr kvíða að gefa stutt svör. – w23.04 21 gr. 7.

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 139:21, 22 – Ber kristnum mönnum skylda til að fyrirgefa öllum? (it-1-E 862 gr. 4; w98 1.2. 31 gr. 15)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. (lmd kafli 2 liður 3)

5. Að gera fólk að lærisveinum

(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. Bjóddu biblíunámskeið og sýndu hvernig það fer fram. (lmd kafli 10 liður 3)

6. Ræða

(5 mín.) ijwyp grein 105 – Stef: Hvernig get ég sigrast á feimni? (th þjálfunarliður 16)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 59

7. Þú getur blómstrað í boðuninni þrátt fyrir feimni

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Myndirðu segja að þú sért feiminn? Vilt þú helst láta lítið á þér bera? Færðu hnút í magann af tilhugsuninni um að tala við fólk? Stundum kemur feimni í veg fyrir að við gerum það sem okkur langar til að gera. Samt hafa margir sem kljást við feimni lagt sig fram og blómstra meira að segja í boðuninni. Hvað getum við lært af fordæmi þeirra?

Spilaðu MYNDBANDIÐ Ég geri mitt besta þrátt fyrir feimni. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvernig hefur það verið systur Lauru Lee til góðs að fylgja ráðum ömmu sinnar og ‚gera sitt besta í þjónustu Jehóva‘?

Í Biblíunni kemur fram að Móse, Jeremía og Tímóteus hafi hugsanlega átt við feimni að stríða. (2Mó 3:11; 4:10; Jer 1:6–8; 1Tí 4:12) Samt gátu þeir áorkað miklu í þjónustu Jehóva vegna þess að hann var með þeim. (2Mó 4:12; Jer 20:11; 2Tí 1:6–8)

Lestu Jesaja 43:1, 2. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hverju lofar Jehóva tilbiðjendum sínum?

Hvernig getur Jehóva hjálpað þeim sem eru feimnir að blómstra í þjónustu sinni nú á dögum?

Spilaðu MYNDBANDIÐ Skírnin veitir þér meiri hamingju – útdráttur. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvernig hefur systir Lorena Jackson fundið fyrir krafti og stuðningi Jehóva þegar hún er í boðuninni?

  • Hvernig getur boðunin hjálpað þeim sem eru feimnir?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 151 og bæn