Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

27. janúar–2. febrúar

SÁLMUR 140–143

27. janúar–2. febrúar

Söngur 44 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Breyttu í samræmi við áköll þín um hjálp

(10 mín.)

Vertu fús að taka við ráðum og leiðbeiningum. (Sl 141:5; w22.02 12 gr. 13, 14)

Hugleiddu það sem Jehóva hefur gert til að hjálpa fólki sínu. (Sl 143:5; w10 15.3. 32 gr. 4)

Reyndu að sjá málin frá sjónarhóli Jehóva. (Sl 143:10; w15 15.3. 32 gr. 2)

Í Sálmi 140–143 má bæði sjá ákall Davíðs um hjálp og að hann breytti í samræmi við bænir sínar.

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 140:3 – Hvers vegna líkir Davíð tungu illra manna við tungu nöðrunnar? (it-2-E 1151; w87 1.7. 31 gr. 3)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Komdu samræðum af stað eftir að þú hefur rétt einhverjum hjálparhönd. (lmd kafli 3 liður 5)

5. Eftirfylgni

(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. Viðmælandinn segist vera upptekinn. (lmd kafli 7 liður 3)

6. Útskýrðu trúarskoðanir þínar

(5 mín.) Sýnikennsla. ijwfq grein 21 – Stef: Hvers vegna þiggja vottar Jehóva ekki blóðgjafir? (th þjálfunarliður 7)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 141

7. Vertu viðbúinn aðstæðum sem útheimta læknismeðferð eða skurðaðgerð

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Jehóva lofar að ‚hjálpa okkur alltaf á neyðartímum‘. (Sl 46:1) Aðstæður sem útheimta læknismeðferð eða skurðaðgerð geta valdið kvíða. En Jehóva hefur séð okkur fyrir öllu sem við þurfum til að vera viðbúinn slíkum atvikum. Söfnuðurinn hefur til dæmis séð okkur fyrir skjalinu Yfirlýsing og umboð vegna læknismeðferðar (blóðkorti) og Nafnskírteini a ásamt öðrum upplýsingum varðandi læknismeðferðir b og þar að auki spítalasamskiptanefndum. Þessar ráðstafanir hjálpa okkur að fylgja lögum Guðs um blóð. – Pos 15:28, 29.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Ertu viðbúinn ef þú þyrftir á læknismeðferð að halda? Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvernig hefur það komið sér vel fyrir suma að hafa fyllt út blóðkortið?

  • Hvernig hefur það komið sér vel fyrir suma að hafa kynnt sér skjalið Upplýsingar fyrir verðandi mæður (S-401)?

  • Hvers vegna er best að hafa samband við spítalasamskiptanefndina eins fljótt og hægt er hvenær sem þörf er á spítalavist, skurðaðgerð eða læknismeðferð, svo sem krabbameinsmeðferð, jafnvel þótt ekkert bendi til þess að blóðgjöf komi til tals?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 103 og bæn

a Skírðir boðberar geta fengið blóðkort fyrir sig hjá ritaþjóninum og Nafnskírteini fyrir börn sín undir lögaldri.

b Upplýsingar fyrir verðandi mæður (S-401), Upplýsingar fyrir sjúklinga sem þurfa að gangast undir skurðaðgerð eða lyfjameðferð vegna krabbameins (S-407) og Hvernig foreldrar geta verndað börn sín gegn misnotkun blóðs (S-55) má nálgast hjá öldungunum þegar á þarf að halda.