Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Þú getur stuðlað að gleði í fjölskyldunni

Þú getur stuðlað að gleði í fjölskyldunni

Jehóva vill að fjölskyldur séu hamingjusamar. (Sl 127:3–5; Pré 9:9; 11:9) En við gætum misst gleðina vegna streitu frá heiminum í kringum okkur og mistaka fjölskyldumeðlima. Hvernig getur hver og einn í fjölskyldunni stuðlað að gleði?

Eiginmaðurinn sýnir eiginkonu sinni virðingu. (1Pé 3:7) Hann ver tíma með henni og gerir raunhæfar væntingar til hennar. Hann sýnir að hann metur það sem hún gerir fyrir hann og fjölskylduna. (Kól 3:15) Hann tjáir eiginkonu sinni ást sína og hrósar henni. – Okv 31:28, 31.

Eiginkonan leitar leiða til að styðja eiginmann sinn. (Okv 31:12) Hún er honum undirgefin og er samstarfsfús. (Kól 3:18) Hún talar vingjarnlega við hann og um hann. – Okv 31:26.

Foreldrarnir gefa börnunum af tíma sínum. (5Mó 6:6, 7) Og segja börnunum að þau elski þau. (Mt 3:17) Foreldrar sýna kærleika og góða dómgreind þegar þeir aga börnin sín. – Ef 6:4.

Börnin virða foreldra sína og hlýða þeim. (Okv 23:22) Þau segja foreldrum sínum hvernig þeim líður og tjá skoðanir sínar. Börnin taka á móti aga frá foreldrum sínum og sýna þeim virðingu. – Okv 19:20.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ STUÐLAÐU AÐ GLEÐI Í FJÖLSKYLDUNNI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGU:

Hvað gerði hver og einn til að stuðla að gleði í fjölskyldunni?