Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir nýtt þjónustuár?

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir nýtt þjónustuár?

Andleg markmið fela í sér allt sem við leggjum á okkur til að gleðja Jehóva og þjóna honum enn betur. Slík markmið auðvelda okkur að taka framförum í sannleikanum. Þess vegna er vel þess virði að nota tíma okkar og krafta til að vinna að þeim. (1Tí 4:15) Hvers vegna ættum við að skoða markmið okkar jafnt og þétt? Vegna þess að aðstæður breytast. Kannski er markmið sem við höfum sett okkur ekki lengur raunhæft eða við höfum náð því og getum sett okkur annað markmið.

Það er gott að endurmeta markmið sín áður en nýtt þjónustuár hefst. Hvernig væri að ræða um þetta efni í tilbeiðslustund fjölskyldunnar og setja sér og fjölskyldunni markmið?

Hvaða markmið hefur þú sett þér á eftirfarandi sviðum og hvaða skref ætlar þú að stíga til að ná þeim?

Biblíulestur, sjálfsnám, samkomusókn og að svara á samkomu. – w02 1.8. 22 gr. 14, 15

Boðun hús úr húsi. – w23.05 27 gr. 4, 5

Kristnir eiginleikar. – w22.04 23 gr. 5, 6

Annað: