Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Líkjum eftir tryggum kærleika Jehóva

Líkjum eftir tryggum kærleika Jehóva

Jehóva er besta fyrirmyndin í að sýna tryggan kærleika. (Sl 103:11) Þessi kærleikur er hvorki stundleg hrifning né hverful ást. Tryggur kærleikur felur í sér djúpa, varanlega væntumþykju. Jehóva sýndi Ísraelsþjóðinni þennan eiginleika á ýmsan hátt. Hann leysti fólk sitt úr ánauð í Egyptalandi og leiddi það inn í fyrirheitna landið. (Sl 105:42–44) Hann barðist fyrir fólk sitt og fyrirgaf aftur og aftur syndir þess. (Sl 107:19, 20) Þegar við hugleiðum „vandlega tryggan kærleika Jehóva“ verður það okkur hvatning til að líkja eftir honum. – Sl 107:43.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ HUGLEIÐUM KÆRLEIKSVERK JEHÓVA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Á hvaða vegu getum við sýnt tryggan kærleika?

  • Hvers vegna þarf að færa fórnir til að sýna tryggan kærleika?