LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
‚Fagnaðarboðskapurinn varinn og staðfestur með lögum‘
Þegar andstæðingar reyndu að stöðva vinnuna við endurreisn musterisins, leituðust Ísraelsmenn við að staðfesta lagalegan rétt sinn til að halda vinnunni áfram. (Esr 5:11–16) Kristnir þjónar Guðs hafa á sama hátt unnið að því að verja og staðfesta með lögum réttinn til að boða fagnaðarboðskapinn. (Fil 1:7) Þar af leiðandi var stofnuð lögfræðideild á aðalstöðvunum árið 1936. Nú sér þessi deild um að starfsemi safnaðarins sé varin um allan heim. Hvernig hefur lögfræðideildin á aðalstöðvunum stutt við boðunina og verið fólki Guðs til blessunar?
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ KYNNING Á LÖGFRÆÐIDEILDINNI Á AÐALSTÖÐUNUM OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvaða réttindi hafa Vottar Jehóva þurft að fá staðfest með lögum?
-
Hvaða dómsmál höfum við unnið? Nefndu dæmi.
-
Hvernig getum við hvert og eitt átt þátt í að „verja fagnaðarboðskapinn og staðfesta með lögum réttinn til að boða hann“?
-
Hvar á vefsíðu okkar á sumum tungumálum má finna fréttir af dómsmálum sem snerta fólk Guðs og lista yfir votta Jehóva sem eru í fangelsi vegna trúar sinnar?