Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Þeir leggja hart að sér til að þjóna okkur

Þeir leggja hart að sér til að þjóna okkur

Farandhirðar og eiginkonur þeirra sýna söfnuðunum sem þau þjóna fórnfúsan kærleika. Þau hafa sínar eigin þarfir eins og við öll og eru stundum þreytt, niðurdregin og áhyggjufull. (Jak 5:17) Í hverri viku leitast þau samt sem áður við að uppörva trúsystkini sín í þeim söfnuði sem þau heimsækja. Farandhirðar eiga vissulega skilið „að vera í tvöföldum metum“. – 1Tím 5:17.

Þegar Páll postuli skipulagði ferð til Rómar til að gefa söfnuðinum þar „andlega gjöf“ skrifaði hann: „Ég þrái að sjá ykkur … til að við getum uppörvað hvert annað.“ (Róm 1:11, 12) Hefurðu velt fyrir þér hvernig þú getir uppörvað farandhirðinn og eiginkonu hans, ef hann er giftur?

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ LÍF FARANDHIRÐIS Á AFSKEKKTU SVÆÐI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Á hvaða vegu sýna farandhirðar og eiginkonur þeirra óeigingjarnan kærleika til safnaðarins?

  • Hvernig hefur þú notið góðs af viðleitni þeirra?

  • Hvernig getum við uppörvað þau?