Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

15.–21. júlí

SÁLMUR 63–65

15.–21. júlí

Söngur 108 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. „Tryggur kærleikur þinn er betri en lífið sjálft“

(10 mín.)

Gott samband við Guð er dýrmætara en lífið sjálft. (Sl 63:3; w01 1.12. 11 gr. 17, 18)

Við verðum enn þakklátari þegar við íhugum hvernig Jehóva sýnir tryggan kærleika. (Sl 63:6; w19.12 28 gr. 4; w15 15.10. 24 gr. 7)

Við erum svo þakklát fyrir tryggan kærleika Guðs að okkur langar til að lofa hann með gleði. (Sl 63:4, 5; w09 15.07. 16 gr. 6)

HUGMYND FYRIR TILBEIÐSLUSTUND FJÖLSKYLDUNNAR: Ræðið um hvernig Jehóva hefur sýnt ykkur tryggan kærleika.

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 64:3 – Hvernig er boðskapurinn í þessu versi okkur hvatning til að vera jákvæð í tali? (w15 15.12. 20 gr. 10; w07-E 15.11. 15 gr. 6)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(2 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Húsráðandinn talar ekki sama tungumál og þú. (lmd kafli 3 liður 4)

5. Að hefja samræður

(2 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Samtalinu lýkur áður en þú getur hafið umræður um Biblíuna. (lmd kafli 2 liður 4)

6. Að hefja samræður

(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. Reyndu að komast að því hvaða umræðuefni vekur áhuga húsráðandans og gerðu ráðstafanir til að hafa samband við hann aftur. (lmd kafli 1 liður 5)

7. Útskýrðu trúarskoðanir þínar

(4 mín.) Sýnikennsla. ijwfq 51 – Stef: Hvers vegna tala vottar Jehóva við fólk sem hefur áður sagt að það hafi ekki áhuga? (lmd kafli 4 liður 3)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 154

8. Hvernig sýnum við Guði kærleika?

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Jehóva ‚sýnir tryggan kærleika í ríkum mæli‘. (Sl 86:15) Orðalagið ‚tryggur kærleikur‘ vísar til kærleika sem byggist á ábyrgð, heiðarleika, hollustu og djúpri væntumþykju. Jehóva sýnir mannkyninu almennt kærleika en „tryggur kærleikur“ lýsir kærleikanum sem hann sýnir aðeins þjónum sínum, en þeir hafa sérstakt samband við hann. (Sl 33:18; 63:3; Jóh 3:16; Pos 14:17) Við getum sýnt Jehóva þakklæti okkar fyrir tryggan kærleika hans með því að sýna honum kærleika á móti. Hvernig? Með því að fara eftir boðum hans, þar á meðal boðinu um að ‚gera fólk að lærisveinum‘. – Mt 28:19; 1Jó 5:3.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Sýnum óbilandi kærleika í boðuninni. Spyrðu síðan áheyrendur:

Hvernig er kærleikurinn okkur hvatning til að boða fagnaðarboðskapinn:

  • þegar við erum þreytt?

  • þegar við verðum fyrir mótlæti?

  • í dagsins önn?

9. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 79 og bæn