Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | SÁLMUR 1-10

Til að eiga frið við Jehóva verðum við að heiðra son hans, Jesú

Til að eiga frið við Jehóva verðum við að heiðra son hans, Jesú

Fjandskap við Jehóva og Jesú var spáð fyrir

2:1-3

  • Því var spáð að þjóðirnar myndu ekki viðurkenna stjórn Jesú en krefðust þess að stjórna sér sjálfar.

  • Þessi spádómur uppfylltist þegar Jesús var á jörðinni og rætist í ríkara mæli nú á dögum.

  • Sálmaritarinn segir að þjóðirnar hyggi á fánýt ráð, sem merkir að markmið þeirra eru gagnslaus og verða aldrei að veruleika.

Aðeins þeir sem heiðra smurðan konung Jehóva öðlast líf

2:8-12

  • Öllum sem eru á móti konungi Guðsríkis verður eytt.

  • Þeir sem heiðra soninn, Jesú, geta fundið frið og öryggi.