Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Agi ber vott um kærleika Jehóva

Agi ber vott um kærleika Jehóva

Agi tengist aðallega leiðbeiningum og kennslu en getur líka falið í sér áminningu og refsingu. Jehóva agar okkur til að við getum tilbeðið hann á þann hátt sem hann hefur velþóknun á. (Róm 12:1; Heb 12:10, 11) Stundum getur agi verið sársaukafullur en leiðir samt til réttlætis og blessunar. (Okv 10:7) Hvað ættu þeir sem veita aga og þeir sem fá aga að hafa í huga?

Þeir sem veita aga. Öldungar, foreldrar og aðrir leggja sig fram um að aga á kærleiksríkan hátt eins og Jehóva. (Jer 46:28) Jafnvel þótt þörf sé á að beita hörðum aga ætti að gera það á kærleiksríkan hátt. – Tít 1:13.

Þeir sem fá aga. Höfnum ekki aga, sama í hvaða formi hann er veittur, reynum heldur að taka hann strax til okkar. (Okv 3:11, 12) Við erum ófullkomin og þurfum á aga að halda í ýmsum myndum. Það sem við lesum í Biblíunni eða heyrum á samkomum getur veitt okkur aga. Einstaka sinnum þurfa sumir á aga dómnefndar að halda. Það leiðir til lífs að hlíta aga. – Okv 10:17.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ JEHÓVA AGAR ÞÁ SEM HANN ELSKAR“ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig var líf Canons í byrjun og hvernig breyttist það?

  • Hvernig agaði Jehóva Canon á kærleiksríkan hátt?

  • Lærðu að meta aga Jehóva.

    Hvaða getum við lært af þessari frásögu?