LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Vertu viðbúinn á allra „síðustu dögum“
Við þurfum að takast á við sívaxandi erfiðleika nú á hinum allra „síðustu dögum“. (2Tí 3:1; nwtsty-E „pangs of distress“ skýring á Mt 24:8) Þegar fólk Jehóva lendir í náttúruhamförum fær það oft tímabærar leiðbeiningar sem geta bjargað mannslífum. Björgun okkar þá gæti verið háð því að við hlýðum núna með því að undirbúa okkur andlega og gera hagnýtar ráðstafanir. – Lúk 16:10.
-
Undirbúðu þig andlega: Temdu þér góðar andlegar venjur. Lærðu mismunandi boðunaraðferðir. Ekki skelfast ef þú verður tímabundið viðskila við aðra í söfnuðinum. (Jes 30:15) Þú verður aldrei viðskila við Jehóva og Jesú. – od 177 gr. 2–4.
-
Gerðu hagnýtar ráðstafanir: Auk neyðarbakpoka ætti hvert heimili að hafa raunhæfar neyðarbirgðir af mat, vatni, lyfjum og þess háttar ef fólk þyrfti að halda sig innandyra í einhvern tíma. – Okv 22:3; g17.5 4, 6.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ ERTU VIÐBÚINN NÁTTÚRUHAMFÖRUM? OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvernig getum við undirbúið okkur andlega undir náttúruhamfarir?
-
Hvers vegna ættum við ...
-
að halda góðu sambandi við öldungana?
-
að útbúa neyðarbakpoka eða viðlagakassa?
-
að kynna okkur hvers konar hamfarir gætu átt sér stað og hvernig best sé að bregðast við þeim?
-
-
Á hvaða þrjá vegu getum við hjálpað öðrum sem lenda í hamförum?
SPYRÐU ÞIG: Hvaða lærdóm get ég dregið af COVID-19 heimsfaraldrinum varðandi undirbúning?