Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA | AUKUM GLEÐINA AF BOÐUNINNI

Kenndu af brennandi áhuga

Kenndu af brennandi áhuga

Brennandi áhugi er smitandi. Hann getur kveikt áhuga fólks á því sem segjum. Hann sýnir líka að okkur finnst boðskapurinn mikilvægur. Við getum glætt með okkur brennandi áhuga óháð menningarlegum bakgrunni okkar eða persónuleika. (Róm 12:11) Hvernig þá?

Íhugaðu hvað boðskapurinn er mikilvægur. Þér er treyst fyrir að „flytja fagnaðarboðskap um hið góða“. (Róm 10:15) Síðan skaltu hugleiða hvað fagnaðarboðskapurinn getur haft góð áhrif á áheyrendur þína. Það er mikilvægt að þeir fái að heyra hvað þú hefur að segja. (Róm 10:13, 14) Og þá geturðu talað af brennandi áhuga með eðlilegum svipbrigðum og handatilburðum.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ UPPLIFÐU GLEÐINA SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM – TAKTU FRAMFÖRUM – KENNDU AF BRENNANDI ÁHUGA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvers vegna dofnaði áhugi Nínu á biblíunámskeiðinu?

  • Hvað hjálpaði Nínu að fá aftur brennandi áhuga?

  • Brennandi áhugi er smitandi

    Hvers vegna ættum við að einbeita okkur að því jákvæða í fari áheyrenda okkar?

  • Hvaða áhrif getur brennandi áhugi okkar haft á biblíunemendur okkar og aðra?