LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Hafðu stjórn á löngunum þínum
Við eigum í stöðugri baráttu við að hafa stjórn á löngunum okkar enda ófullkomin. Ef við gefum löngunum okkar lausan tauminn gætum við misst velþóknun Jehóva. Sumir leyfa löngun í fæði, klæði og húsnæði að kæfa kærleikann til Guðs. Aðrir svala kynferðislegum löngunum á þann hátt sem brýtur í bága við meginreglur Guðs. (Róm 1:26, 27) Enn aðrir láta undan hópþrýstingi því þeir sækjast eftir vinsældum og vilja falla í hópinn. – 2Mó 23:2.
Hvernig getum við haft stjórn á löngunum okkar? Við verðum að einbeita okkur að tilbeiðslunni á Jehóva. (Mt 4:4) Við ættum líka að biðja hann í einlægni að hjálpa okkur að hafa stjórn á löngunum okkar. Af hverju? Af því að hann veit hvað er okkur fyrir bestu og hvernig á að uppfylla réttmætar langanir okkar. – Sl 145:16.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ EKKI LÁTA LÍF ÞITT FUÐRA UPP OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvers vegna reykja sumir?
-
Hvað geta reykingar gert manni?
-
Hvers vegna er rangt að reykja og veipa? – 2Kor 7:1.
-
Hvernig geturðu hafnað reykingum eða hætt að reykja?