Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Notum Von um bjarta framtíð til þess að byggja upp trú á Jehóva og Jesú

Notum Von um bjarta framtíð til þess að byggja upp trú á Jehóva og Jesú

Biblíunemendur verða að byggja upp sterka trú til að þóknast Guði. (Heb 11:6) Við getum náð til hjartna þeirra með því að nota bókina Von um bjarta framtíð. Námsbókin inniheldur mikilvæg biblíuvers, skýr rök, hvetjandi spurningar, fallegar myndir og hlekki á áhrifarík myndbönd. Með því að hjálpa nemendum að þroska með sér kristilega eiginleika og eignast samband við Guð byggjum við úr eldtraustum efnum. – 1Kor 3:12–15.

Sumum finnst erfitt að ímynda sér að þeir geti orðið vinir Guðs sem þeir geta ekki séð. Þess vegna þurfum við að hjálpa þeim að kynnast eiginleikum Jehóva og byggja upp trú á hann.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ NOTUM VON UM BJARTA FRAMTÍÐ TIL AÐ BYGGJA UPP TRÚ Á JEHÓVA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig vitum við að systirin undirbjó sig vel fyrir biblíunámskeiðið?

  • Hvernig notaði hún fáeinar vel valdar aukaspurningar til að fá nemandann til að tjá sig um Jesaja 41:10, 13?

  • Hvaða áhrif höfðu biblíuversin og myndskeiðið á nemandann?

Margir skilja ekki lausnarfórnina eða líta ekki á hana sem gjöf Guðs til sín. (Ga 2:20) Þess vegna verðum við að hjálpa þeim að byggja upp trú á lausnarfórn Jesú.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ NOTUM VON UM BJARTA FRAMTÍÐ TIL AÐ BYGGJA UPP TRÚ Á JESÚ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig vitum við að bróðirinn undirbjó sig vel fyrir biblíunámskeiðið?

  • Hvernig notaði hann efnið undir liðnum „kafaðu dýpra“ til að hjálpa nemandanum?

  • Hvers vegna er mikilvægt fyrir nemandann að biðja?