Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Ertu viðbúinn því að óeirðir brjótist út?

Ertu viðbúinn því að óeirðir brjótist út?

Eftir því sem nær dregur endalokum þessa heims verða líkurnar á óeirðum, hryðjuverkum og styrjöldum æ meiri. (Op 6:4) Hvernig getum við búið okkur undir þess háttar erfiðleika?

  • Undirbúðu þig andlega: Komdu auga á meginreglur og frásögur Biblíunnar sem styrkja traust þitt á Jehóva og söfnuð hans og hjálpa þér að varðveita hlutleysi. (Okv 12:5; jr-E 125, 126 gr. 23, 24) Nú er rétti tíminn til að mynda sterk vináttubönd innan safnaðarins. – 1Pé 4:7, 8.

  • Hafðu viðbragðsáætlun: Gerðu ráðstafanir til að geta haldið kyrru fyrir með hæfilegar neyðarbirgðir. Gerðu líka rýmingaráætlun. Athugaðu innihaldið í neyðartöskunni þinni og vertu með öryggis- og hlífðarbúnað auk peninga. Hafðu á hreinu hvernig þú getur haft samband við öldunganna og fullvissaðu þig um að þeir viti hvernig eigi að hafa samband við þig. – Jes 32:2; g17.5 3–7.

Haltu þér við andlega dagskrá þína þegar óeirðir geysa. (Fil 1:10) Ekki flytja þig stað úr stað nema verið sé að rýma svæðið. (Mt 10:16) Deildu mat og vistum með öðrum. – Róm 12:13.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ ERTU VIÐBÚINN NEYÐARTÍMUM? OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig hjálpar Jehóva okkur á neyðartímum?

  • Hvað getum við gert til að vera undirbúin?

  • Hvernig getum við hjálpað þeim sem verða fyrir skaða á neyðartímum?