Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Nefndu atburði líðandi stundar í boðuninni

Nefndu atburði líðandi stundar í boðuninni

Jesús dró lærdóm af atburðum líðandi stundar í kennslu sinni. (Lúk 13:1–5) Þú getur líka nefnt atburði líðandi stundar til að vekja áhuga fólks á boðskapnum um ríkið. Eftir að hafa minnst á dýrtíð, náttúruhamfarir, óeirðir, fíkniefnaneyslu eða þess háttar skaltu vekja fólk til umhugsunar með spurningu. Þú gætir spurt: „Heldur þú að … taki einhvern tíma enda?“ eða „Hvernig heldur þú að hægt sé að leysa …?“ Sýndu svo biblíuvers sem tengist efninu. Ef viðmælandinn sýnir áhuga beindu þá athygli hans að myndskeiði eða riti í verkfærakistunni. Leggjum okkur fram við að ná til hjartna fólks á starfssvæðinu og gerum „allt vegna fagnaðarboðskaparins“. – 1Kor 9:22, 23

Hvaða umræðuefni gæti höfðað til fólks á þínu starfssvæði?