Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Sjáðu sjálfan þig eins og Jehóva sér þig

Sjáðu sjálfan þig eins og Jehóva sér þig

„Jehóva hefur yndi af fólki sínu.“ (Sl 149:4) Þótt við séum ófullkomin sér hann góðu eiginleikana sem við búum yfir og eiginleikana sem eiga eftir að koma betur í ljós. En stundum gæti okkur fundist erfitt að sjá okkur sjálf í réttu ljósi. Við erum kannski að berjast við lágt sjálfsmat vegna framkomu annarra. Ef við hugsum sífellt um eigin mistök gætum við farið að efast um að Jehóva þyki vænt um okkur. Hvað hjálpar þegar okkur líður þannig?

Mundu að Jehóva sér meira en það sem fólk sér. (1Sa 16:7) Hann sér jafnvel meira en við sjáum í eigin fari. Sem betur fer hjálpar Biblían okkur að skilja hvernig Jehóva lítur á okkur. Biblíuvers og frásögur sýna hvað Jehóva elskar þá mikið sem tilbiðja hann.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ SANNFÆRIÐ HJÖRTU YKKAR FRAMMI FYRIR JEHÓVA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvað lærum við um viðhorf Jehóva til okkar af líkingunni við hlauparann og föður hans?

  • Hvernig getur sá sem hefur drýgt alvarlega synd róað hjarta sitt frammi fyrir Jehóva, eftir að hafa stigið nauðsynleg skref til að bæta sambandið við hann? – 1Jó 3:19, 20.

  • Hvaða gagn hafði bróðurinn af því að lesa og hugleiða frásöguna af Davíð og Jósafat?