Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hefur þú búið þig undir efnahagskreppu?

Hefur þú búið þig undir efnahagskreppu?

Ótryggt efnahagsástand um heim allan kemur okkur ekki í uppnám. Af hverju ekki? Af því að það er langt liðið á síðustu daga og Biblían varar okkur við að binda vonir við „hverfulan auð“. (1Tí 6:17; 2Tí 3:1) Hvað lærum við af fordæmi Jósafats um að búa okkur undir efnahagskreppu?

Jósafat setti traust sitt á Jehóva þegar óvinaþjóðir ógnuðu honum. (2Kr 20:9–12) Hann gerði líka ráðstafanir til að undirbúa þjóðina með því að styrkja varnir borga og koma upp herbúðum í landinu. (2Kr 17:1, 2, 12, 13) Það væri skynsamlegt af okkur að líkja eftir Jósafat og búa okkur eins vel og við getum undir erfiða tíma.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ ERTU VIÐBÚINN NEYÐARTÍMUM? OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvað getum við gert til að búa okkur undir neyðartíma?

  • Hvernig getum við búið okkur undir að hjálpa öðrum?