LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Nýtirðu þér Biblíuna á hljóðbók?
Hvernig er Biblían á hljóðbók? Biblían á hljóðbók er hljóðrituð útgáfa af endurskoðuðu Nýheimsþýðingunni. Hún kemur smám saman út á eins mörgum tungumálum og mögulegt er. Eitt af því sem einkennir þessa hljóðbók er að sér rödd er notuð fyrir hverja biblíupersónu. Orðin eru lesin með viðeigandi áherslu og tilfinningu til að koma boðskap Biblíunnar á framfæri á nákvæman hátt.
Hvaða gagn má hafa af Biblíunni á hljóðbók? Margir sem hafa það fyrir venju að hlusta á þessa Biblíu eru hrifnir af því hvernig hún lætur orð Guðs lifna við. Þeir sjá atburði Biblíunnar betur fyrir sér og fá skýrari skilning þegar þeir heyra mismunandi raddir lesa textann. (Okv 4:5) Mörgum finnst líka róandi að hlusta á Biblíuna á hljóðbók þegar þeir eru áhyggjufullir. – Sl 94:19.
Að heyra orð Guðs lesið upphátt getur haft mikil áhrif á líf okkar. (2Kr 34:19–21) Gætir þú gert það að fastri venju að hlusta á Nýheimsþýðingu Biblíunnar á hljóðbók ef hún er aðgengileg að hluta eða í heild á tungumáli sem þú skilur?
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ BIBLÍAN GEFIN ÚT SEM HLJÓÐBÓK – ÚTDRÁTTUR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGU:
Hvað finnst þér áhugaverðast við útgáfu Biblíunnar á hljóðbók?