Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

27. maí–2. júní

SÁLMUR 42–44

27. maí–2. júní

Söngur 86 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Hafðu sem mest gagn af fræðslunni frá Jehóva

(10 mín.)

Notaðu hvert tækifæri til að tilbiðja Jehóva með öðrum, helst í ríkissalnum ef hægt er. (Sl 42:4, 5; w06 1.7. 9 gr. 4)

Hafðu bæn áður en þú lest og hugleiðir orð Guðs. (Sl 42:8; w12 15.1. 15 gr. 2)

Leyfðu sannleika Biblíunnar að leiða þig á öllum sviðum lífsins. (Sl 43:3)

Fræðslan frá Jehóva veitir okkur styrk til að takast á við prófraunir og standa við vígsluheit okkar. – 1Pé 5:10; w16.09 5 gr. 11, 12.

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 44:19 – Við hvað gæti orðalagið „þar sem sjakalarnir hafast við“ átt? (it-1-E 1242)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(4 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Bjóddu biblíunámskeið. (lmd kafli 5 liður 5)

5. Eftirfylgni

(5 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Bjóddu viðmælandanum á næsta opinbera fyrirlestur. Kynntu og ræddu um (en spilaðu ekki) myndbandið Hvernig fara samkomur okkar fram? (lmd kafli 7 liður 5)

6. Ræða

(3 mín.) lmd viðauki A liður 4 – Stef: Allir munu búa við fullkomna heilsu. (th þjálfunarliður 2)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 21

7. Taktu skynsamlegar ákvarðanir í tengslum við atvinnu og menntun

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Unglingar, eruð þið að skipuleggja hvað þið ætlið að gera eftir grunnskóla? Þið eruð kannski með starf í huga sem gæti gert ykkur kleift að vera brautryðjendur eða að skoða nám sem veitir fagkunnáttu, réttindi eða prófskírteini sem myndi auðvelda ykkur að fá þannig vinnu. Þetta er spennandi tími í lífi ykkar. En þið finnið kannski fyrir valkvíða eða þrýstingi að taka ákvörðun til að þóknast öðrum. Hvað gæti hjálpað ykkur að taka skynsamlegar ákvarðanir?

Lestu Matteus 6:32, 33. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvers vegna er gott að hafa skýr andleg markmið í huga áður en mikilvægar ákvarðanir varðandi vinnu og menntun eru teknar?

  • Hvernig geta foreldrar hjálpað börnunum sínum að fara eftir því sem segir í Matteusi 6:32, 33? – Sl 78:4–7.

Gættu þess að láta ekki löngun í fjárhagslegt öryggi eða frægð og frama hafa áhrif á ákvörðun þína. (1Jó 2:15, 17) Mundu að það getur verið erfitt fyrir ríkt fólk að láta boðskapinn um ríki Guðs hafa forgang í lífi sínu. (Lúk 18:24–27) Eftirsókn eftir auðæfum stuðlar ekki að andlegum vexti og velþóknun Jehóva. – Mt 6:24; Mr 8:36.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Reiðum okkur ekki á það sem bregstríkidæmi.  Spyrðu síðan áheyrendur:

  •   Hvernig geta ráðin í Orðskviðunum 23:4, 5 hjálpað þér að taka skynsamlegar ákvarðanir?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 47 og bæn