Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

6.–12. maí

SÁLMUR 36, 37

6.–12. maí

Söngur 87 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. „Láttu ekki vonda menn reita þig til reiði“

(10 mín.)

Illvirkjar valda okkur sársauka og hugarkvöl. (Sl 36:1–4; w17.04 10 gr. 4)

Gremja gagnvart ‚vondum mönnum‘ skaðar okkur líka. (Sl 37:1, 7, 8; w22.06 10 gr. 10)

Það veitir okkur frið að treysta á loforð Jehóva. (Sl 37:10, 11; w04 1.2. 12 gr. 20)

SPYRÐU ÞIG: Fylgist ég of mikið með fréttum sem fjalla um illsku og ofbeldi?

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 36:6 – Hvað gæti sálmaritarinn hafa átt við þegar hann sagði að réttæti Jehóva væri eins og „tignarleg fjöll“ [eða „eins og fjöll Guðs“, neðanmáls]? (it-2-E 445)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) HÚS ÚR HÚSI. (lmd kafli 1 liður 5)

5. Eftirfylgni

(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Bjóddu viðmælandanum biblíunámskeið þótt hann hafi áður afþakkað það. (lmd kafli 9 liður 4)

6. Ræða

(5 mín.) ijwbv 45-E – Stef: Hvað merkir Sálmur 37:4? (th þjálfunarliður 13)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 33

7. Ertu viðbúinn „neyðartímum“? (15 mín.)

Ræða með þátttöku áheyrenda.

Bræður og systur um allan heim þjást og verða fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara og hamfara af mannavöldum. (Sl 9:9, 10) Því miður geta ‚neyðartímar‘ skollið á hvenær sem er. Þess vegna þurfum við öll að búa okkur undir slíkar prófraunir.

Hvað fleira en verklegur undirbúningur a hjálpar okkur að takast á við neyðarástand?

  • Undirbúðu þig hugarfarslega: Gerðu þér grein fyrir því að slys og náttúruhamfarir geta átt sér stað og veltu fyrir þér til hvaða ráða sé best að grípa þegar slíkt gerist. Ef þú ert ekki of bundinn efnislegum eigum verður auðveldara fyrir þig að taka viturlegar og skýrar ákvarðanir og hugsa meira um líf þitt og öryggi en efnislegar eigur. (1Mó 19:16; Sl 36:9) Það hjálpar þér líka á neyðartímum að hafa raunhæfar væntingar sem draga úr tilfinningaálagi vegna fjárhagslegs tjóns. – Sl 37:19.

  • Undirbúðu þig andlega: Treystu því að Jehóva geti og vilji annast þig. (Sl 37:18) Áður en hamfarir dynja yfir er gott að hafa stöðugt í huga að Jehóva leiðir og styður þjóna sína, líka þegar við björgumst aðeins með ‚líf okkar að herfangi‘. – Jer 45:5; Sl 37:23, 24.

Þegar við höfum loforð Jehóva skýrt í huga gerum við hann að ‚varnarvirki okkar á neyðartímum‘. – Sl 37:39.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Ertu viðbúinn neyðartímum? Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvernig getur Jehóva hjálpað okkur á neyðartímum?

  • Hvaða ráðstafanir getum við gert til að vera undirbúin?

  • Hvernig getum við hjálpað þeim sem glíma við afleiðingar náttúruhamfara?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 57 og bæn