Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | MATTEUS 25

„Vakið“

„Vakið“

25:1-12

Þótt Jesús hafi beint dæmisögunni um meyjarnar tíu til andasmurðra fylgjenda sinna á boðskapurinn í grundvallaratriðum erindi til allra þjóna Guðs. (w15 15.3. 12-16) „Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.“ (Matt 25:13) Getur þú útskýrt dæmisögu Jesú?

  • Brúðguminn (vers 1) – Jesús.

  • Hyggnu, viðbúnu meyjarnar (vers 2) – Andasmurðir kristnir menn sem eru undir það búnir að sinna verkefni sínu trúfastlega og skína eins og ljós allt til enda. (Fil 2:15)

  • Þegar hrópað er: „Brúðguminn kemur“ (vers 6) – Merki um nærveru Krists.

  • Fávísu meyjarnar (vers 8) – Andasmurðir kristnir menn sem fara til móts við brúðgumann en halda ekki vöku sinni og reynast ekki trúir.

  • Hyggnu meyjarnar neita að gefa af sinni olíu (vers 9) – Eftir að trúir andasmurðir þjónar Guðs hafa fengið lokainnsigli er of seint fyrir þá að hjálpa þeim sem hafa reynst ótrúir.

  • Brúðguminn kom (vers 10) – Jesús kemur til að fella dóm undir lok þrengingarinnar miklu.

  • Hyggnu meyjarnar ganga með brúðgumanum inn til brúðkaupsins og dyrum er lokað (vers 10) – Jesús kallar trúa andasmurða þjóna Guðs til himna en hinir ótrúu missa af laununum, lífi á himnum.