Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í boðuninni – boðum blindum trúna

Tökum framförum í boðuninni – boðum blindum trúna

HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Mörgum blindum finnst óþægilegt að tala við ókunnuga. Þess vegna þarf leikni til að boða þeim trúna. Jehóva ber umhyggju fyrir þeim sem eru blindir. (3Mó 19:14) Við getum tekið Guð okkur til fyrirmyndar og átt frumkvæði að því að hjálpa blindum að nálgast hann.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Spyrjumst fyrir um blinda. (Mt 10:11) Þekkir þú einhvern sem á blindan ættingja? Eru skólar á starfssvæðinu, hjúkrunarheimili eða aðrir staðir þar sem blindir dvelja og myndu þiggja rit fyrir blinda?

  • Sýndu persónulegan áhuga. Ef við erum vingjarnleg og sýnum einlægan áhuga auðveldar það blindum að slaka á. Reyndu að hefja umræður um málefni sem er ofarlega á baugi.

  • Útvegaðu blindum hjálpargögn svo að þeir geti kynnst Jehóva. Söfnuðurinn hefur gefið út rit með mismunandi sniði til að aðstoða blinda og sjónskerta. Spyrðu einstaklinginn hvað hann kýs að nota. Starfshirðirinn ætti að sjá um að ritaþjónninn fylli út umsókn um rit með því sniði sem hentar.