Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hverjum á ég að bjóða?

Hverjum á ég að bjóða?

Árlega gerum við sérstakt átak til að bjóða fólki á starfssvæðinu að sækja minningarhátíðina með okkur. Við þekkjum fæsta þeirra sem við bjóðum. Við ættum líka að bjóða fólki sem við þekkjum. Þeir sem fá boðsmiða frá kunningja eru oft líklegri til að mæta. (yb08-E 11 gr. 3; 14 gr. 1) Hverjum gætir þú boðið?

  • Ættingjum.

  • Vinnufélögum eða skólafélögum.

  • Nágrönnum.

  • Þeim sem þú heimsækir reglulega og núverandi og fyrrverandi biblíunemendum.

Auk þess bjóða öldungar þeim sem eru óvirkir að koma. Hvað geturðu gert ef kunningi þinn býr ekki á heimaslóðum þínum? Þá geturðu fundið út hvar og hvenær minningarhátíðin er haldin þar sem hann býr með því að smella á UM OKKUR efst á heimasíðunni á jw.org og velja „Minningarhátíð“. Þegar þú undirbýrð þig fyrir minningarhátíðina í ár skaltu velta fyrir þér hverjum þú gætir boðið og færa þeim síðan boðsmiða.