LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Allar prófraunir taka enda
Prófraunir geta auðveldlega dregið úr manni kjarkinn ekki síst þegar þær dragast á langinn. Davíð vissi að prófraunir hans í tengslum við Sál konung tækju enda og að hann yrði konungur eins og Jehóva hafði lofað. (1Sa 16:13) Davíð hafði sterka trú og það hjálpaði honum að vera þolinmóður og bíða þess að Jehóva tæki málin í sínar hendur.
Þegar við verðum fyrir prófraunum gætum við beitt kænsku, þekkingu eða hugvitssemi til að breyta aðstæðum okkar. (1Sa 21:13–15; Okv 1:4) En sumir erfiðleikar halda áfram jafnvel þótt við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur og er í samræmi við meginreglur Biblíunnar. Við slíkar aðstæður verðum við að vera þolinmóð og bíða þess að Jehóva taki málin í sínar hendur. Bráðum bindur hann enda á allar þjáningar okkar og mun „þerra hvert tár“ af augum okkar. (Op 21:4) Hvort sem Jehóva grípur inn í eða eitthvað annað gerist sem veitir okkur lausn þá er eitt víst, allar prófraunir taka enda. Þessi vitneskja veitir okkur vissa huggun.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ SAMEINUÐ Í SUNDRUÐUM HEIMI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvaða erfiðleika þurftu sumir vottar í suðurríkjum Bandaríkjanna að glíma við?
-
Hvernig sýndu þeir þolinmæði og kærleika?
-
Hvernig einbeittu þeir sér áfram að því sem er „mikilvægt“? – Fil 1:10.