Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

Daglegur biblíulestur og leitin að visku

Daglegur biblíulestur og leitin að visku

Viskan frá Guði er eins dýrmæt og falinn fjársjóður. (Okv 2:1–6) Viska hjálpar okkur að sýna góða dómgreind og taka góðar ákvarðanir. Hún verndar okkur og varðveitir. Þess vegna er viskan „mikilvægust af öllu“. (Okv 4:5–7) Það kostar fyrirhöfn að grafa eftir andlegum fjársjóðum sem leynast í orði Guðs. Við getum byrjað á því að lesa orð Guðs „dag og nótt“ það er að segja daglega. (Jós 1:8) Taktu eftir nokkrum tillögum sem geta hjálpað okkur að njóta þess að hafa fyrir venju að lesa í orði Guðs.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ UNGT FÓLK LÆRIR AÐ ELSKA ORÐ GUÐS OG SVARAÐU EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

Hvaða hindranir urðu á vegi þessara unglinga þegar þeir reyndu að lesa daglega í Biblíunni og hvað hjálpaði þeim?

  • Melanie

  • Samuel

  • Celine

  • Raphaello

BIBLÍULESTRARÁÆTLUN MÍN: