Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

1.–7. apríl

SÁLMUR 23–25

1.–7. apríl

Söngur 4 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. „Jehóva er hirðir minn“

Jehóva annast þjóna sína eins og umhyggjusamur fjárhirðir annast sauði sína.

SPYRÐU ÞIG: Hvernig hefur Jehóva annast mig?

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 23:3 – Hvaða leið er ‚vegur réttlætisins‘ og hvað getur hjálpað okkur að villast ekki af þessum vegi? (w11 15.2. 24 gr. 1–3)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Sýndu viðmælanda sem hefur áhyggjur af umhverfismálum uppörvandi biblíuvers. (lmd kafli 2 liður 5)

5. Eftirfylgni

(4 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Sýndu viðmælanda sem þáði bæklinginn Von um bjarta framtíð hvernig biblíunámskeið fer fram. (lmd kafli 9 liður 3)

6. Að gera fólk að lærisveinum

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 54

7. Við höfnum rödd ókunnugra

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Sauðfé þekkir rödd fjárhirðisins og fylgir honum en flýr undan ókunnugum því það þekkir ekki röddina. (Jóh 10:5) Á sama hátt hlustum við á rödd okkar traustu andlegu fjárhirða, Jehóva og Jesú. (Sl 23:1; Jóh 10:11) En við höfnum rödd ókunnugra sem „beita blekkingum“ til að reyna að veikja trú okkar. – 2Pé 2:1, 3.

Í fyrstu Mósebók kafla þrjú er því lýst þegar ókunn rödd heyrðist fyrst á jörðinni. Satan nálgaðist Evu á blekkjandi hátt og leyndi hver hann var í raun og veru. Hann þóttist vera vinur hennar en rangtúlkaði orð og hvatir Jehóva. Því miður hlustaði Eva á hann. Það hafði ómældar þjáningar í för með sér fyrir hana sjálfa og fjölskyldu hennar.

Nú á dögum reynir Satan að sá efasemdum um Jehóva og söfnuð hans með því að dreifa neikvæðum frásögum, hálfsannindum og algerum lygum. Þegar við heyrum rödd ókunnugra ættum við að flýja. Það er hættulegt að hlusta af forvitni, jafnvel eitt augnablik. Hvað þurfti Satan mörg orð til að blekkja Evu í stuttu samtali þeirra? (1Mó 3:1, 4, 5) En hvað gerum við ef einhver vill gefa okkur neikvæðar upplýsingar um söfnuð Jehóva, hugsanlega einhver sem við þekkjum og þykir vænt um okkur og meinar vel?

Spilaðu MYNDBANDIÐ Hafnaðu „rödd ókunnugra“. Spyrðu síðan áheyrendur:

Hvað lærðir þú af því hvernig Jónína tók á málunum þegar mamma hennar, sem er ekki vottur Jehóva, vildi gefa henni neikvæðar upplýsingar um söfnuðinn?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 55 og bæn