29. apríl–5. maí
SÁLMUR 34, 35
Söngur 10 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)
1. „Lofum Jehóva öllum stundum“
(10 mín.)
Davíð lofaði Jehóva jafnvel þegar hann var að glíma við erfiðleika. (Sl 34:1; w07 1.4. 24 gr. 11)
Davíð hreykti sér af Jehóva en ekki sjálfum sér. (Sl 34:2–4; w07 1.4. 25 gr. 13)
Þegar Davíð lofaði Jehóva styrktist trú félaga hans. (Sl 34:5; w07 1.4. 26 gr. 15)
Eftir að Davíð komst undan Abímelek gengu 400 menn til liðs við hann sem voru ekki ánægðir með Sál. (1Sa 22:1, 2) Davíð hefur hugsanlega haft slíka menn í huga þegar hann samdi þennan sálm. – Sl 34, yfirskrift.
SPYRÐU ÞIG: Hvernig get ég lofað Jehóva þegar ég tala við einhvern á næstu safnaðarsamkomu?
2. Andlegir gimsteinar
(10 mín.)
-
Sl 35:19 – Hvað átti Davíð við þegar hann bað Jehóva: „Láttu ekki þá sem hata mig … glotta til mín“? (w06 1.5. 21 gr. 2)
-
Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?
3. Biblíulestur
(4 mín.) Sl 34:1–22 (th þjálfunarliður 5)
4. Að hefja samræður
(2 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Samræðurnar enda áður en þú getur boðað trúna. (lmd kafli 1 liður 4)
5. Eftirfylgni
(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. (lmd kafli 2 liður 4)
6. Útskýrðu trúarskoðanir þínar
(5 mín.) Sýnikennsla. ijwfq 59 – Stef: Hvers vegna halda vottar Jehóva ekki vissar hátíðir? (th þjálfunarliður 17)
Söngur 59
7. Þrjár leiðir til að lofa Jehóva á samkomum
(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.
Á safnaðarsamkomum fáum við frábær tækifæri til að lofa Jehóva. Hér eru þrír möguleikar:
Samræður: Talaðu um góðvild Jehóva þegar þú spjallar við aðra. (Sl 145:1, 7) Getur þú nefnt dæmi um eitthvað ákveðið sem þú hefur heyrt eða lesið og þér hefur fundist gagnlegt? Hefur þú átt ánægjulegt samtal í boðuninni? Hefur einhver veitt þér hvatningu í orði eða verki? Hefur þú séð eitthvað í sköpunarverkinu sem heillar þig? Þetta eru allt gjafir frá Jehóva. (Jak 1:17) Mættu snemma til að geta haft tíma til að tala við fólk.
Svör: Reyndu að svara að minnsta kosti einu sinni á hverri samkomu. (Sl 26:12) Þú getur svarað spurningunni beint eða nefnt aukaatriði, ritningarstað, útskýrt mynd eða heimfært efnið. Undirbúðu nokkur svör því sennilega rétta fleiri upp hönd um leið og þú. Ef svörin eru 30 sekúndur eða styttri geta fleiri fært „Guði lofgerðarfórn“. – Heb 13:15.
Söngvar: Syngjum ríkissöngvana af innlifun. (Sl 147:1) Þú færð kannski ekki tækifæri til að svara á hverri samkomu, einkum í stórum söfnuði, en þú færð alltaf tækifæri til að syngja söngvana. Þótt þér finnist þú ekki vera góður söngvari gleðurðu Jehóva með því að gera þitt besta. (2Kor 8:12) Þú getur undirbúið þig með því að syngja söngvana heima.
Spilaðu MYNDBANDIÐ Söfnuðurinn í tímans rás – söngur og tónlist, 1. hluti. Spyrðu síðan áheyrendur:
Hvernig kom fljótlega í ljós að lofsöngur gegnir mikilvægu hlutverki í söfnuði Jehóva nú á dögum?
8. Safnaðarbiblíunám
(30 mín.) bt kafli 9 gr. 1–7, inngangsorð að 3. hluta og rammi á bls. 70