Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

4.–10. mars

SÁLMUR 16, 17

4.–10. mars

Söngur 111 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. „Jehóva, frá þér kemur allt það góða sem ég á“

(10 mín.)

Vinátta við þá sem þjóna Jehóva veitir okkur gleði. (Sl 16:2, 3; w18.12 26 gr. 11)

Gott samband við Jehóva veitir okkur ánægju. (Sl 16:5, 6; w14 15.2. 29 gr. 4)

Andleg vernd Jehóva hjálpar okkur að finna til öryggis. (Sl 16:8, 9; w08 15.2. 3 gr. 2, 3)

Við lifum innihaldsríku lífi eins og Davíð því að við látum tilbeiðsluna á Jehóva vera í fyrsta sæti í lífi okkar enda kemur allt það góða sem við eigum frá honum.

SPYRÐU ÞIG: Að hvaða leyti er líf mitt betra eftir að ég kynntist sannleikanum?

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 17:8 – Hvað merkir orðalagið „eins og augastein þinn“? (it-2-E 714; w24.01 27 gr. 6)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(1 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Bjóddu boðsmiðann á minningarhátíðina. (th þjálfunarliður 11)

5. Að hefja samræður

(3 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Bjóddu boðsmiðann á minningarhátíðina. Kynntu myndbandið Minnist dauða Jesú og ræddu um það við viðmælanda sem sýnir áhuga. (th þjálfunarliður 9)

6. Að hefja samræður

(2 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Bjóddu boðsmiðann á minningarhátíðina. (th þjálfunarliður 2)

7. Að gera fólk að lærisveinum

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 20

8. Hvernig getum við undirbúið okkur undir minningarhátíðina?

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Sunnudaginn 24. mars fylgjum við fyrirmælum Jesú um að halda minningarhátíð um dauða hans og minnumst þannig tveggja mestu kærleiksverka sögunnar. (Lúk 22:19; Jóh 3:16; 15:13) Hvernig getum við undirbúið okkur undir þennan sérstaka viðburð?

  • Taktu virkan þátt í boðunarátakinu fyrir minningarhátíðina og notaðu prentuðu og rafrænu boðsmiðana. Ekki gleyma að nefna sérræðuna en markmið hennar er að vekja áhuga á minningarhátíðinni. Gerðu lista yfir kunningja sem þig langar til að bjóða. Ef einhverjir þeirra búa utan þíns safnaðarsvæðis skaltu skoða jw.org til að finna hvar og hvenær samkomurnar verða haldnar nálægt þeim.

  • Taktu aukinn þátt í boðuninni í mars og apríl. Gætir þú verið aðstoðarbrautryðjandi og boðað trúna annaðhvort í 15 eða 30 klukkustundir?

  • Byrjaðu 18. mars að lesa um þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað síðustu vikuna sem Jesús var á jörðinni. Fjölskyldur geta ákveðið hvað henti þeim að lesa mikið efni á hverjum degi í „Biblíulesefni fyrir minningarhátíðina 2024“ á bls. 6, 7.

  • Horfðu á dagstextaumræðuna á jw.org á minningarhátíðardaginn.

  • Taktu hlýlega á móti gestum og óvirkum boðberum á minningarhátíðinni. Vertu fús til að svara spurningum eftir dagskrána. Gerðu ráðstafanir til að fylgja áhuganum eftir.

  • Íhugaðu lausnarfórnina bæði fyrir og eftir minningarhátíðina.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Minnist dauða Jesú. Spyrðu síðan áhorfendur:

Hvernig getum við notað þetta myndband í boðunarátakinu fyrir minningarhátíðina?

9. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 73 og bæn