17.–23. mars
ORÐSKVIÐIRNIR 5
Söngur 122 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)
1. Haltu þig frá kynferðislegu siðleysi
(10 mín.)
Kynferðislegt siðleysi getur verið freistandi. (Okv 5:3; w00-E 15.7. 29 gr. 1)
Kynferðislegt siðleysi veldur sorg og eftirsjá. (Okv 5:4, 5; w23.06 21 gr. 9, 10; w00-E 15.7. 29 gr. 2)
Haltu þig algerlega frá kynferðislegu siðleysi. (Okv 5:8; w15 15.6. 15 gr. 8; w00-E 15.7. 29 gr. 5)
2. Andlegir gimsteinar
(10 mín.)
-
Okv 5:9 – Hvernig leiðir kynferðislegt siðleysi til þess að fólk ‚glati sæmd sinni‘? (w11 1.4. 20 gr. 2; w00-E 15.7. 29 gr. 7)
-
Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?
3. Biblíulestur
(4 mín.) Okv 5:1–23 (th þjálfunarliður 5)
4. Að hefja samræður
(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. Bjóddu viðmælanda sem hefur ekki kristinn bakgrunn á minningarhátíðina. Notaðu jw.org til að finna minningarhátíð nálægt heimili hans. (lmd kafli 6 liður 4)
5. Eftirfylgni
(4 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Húsráðandi þáði boðsmiða á minningarhátíðina í fyrri heimsókn og sýndi áhuga. (lmd kafli 9 liður 5)
6. Að gera fólk að lærisveinum
(5 mín.) lff kafli 16 samantekt, upprifjun og markmið. Þegar nemandinn spyr hvort Jesús hafi verið kvæntur skaltu sýna honum hvernig hann geti leitað að svarinu. (lmd kafli 11 liður 4)
Söngur 121
7. Gerðu ráðstafanir til að varðveita siðferðilegan hreinleika á stefnumótum
(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.
Stefnumót má skilgreina sem „tíma sem maður og kona verja saman og sýna hvort öðru rómantískan áhuga“. Það getur verið í hóp eða einslega, augliti til auglitis eða í síma eða sms. Við lítum ekki á stefnumót sem afþreyingu heldur tilhugalíf, alvarlegt skref í átt að hjónabandi. Hvernig geta ungir sem aldnir sýnt fyrirhyggju og komið í veg fyrir kynferðislegt siðleysi á stefnumótum? – Okv 22:3.
Spilaðu MYNDBANDIÐ Að búa sig undir hjónaband – 1. hluti: Er ég tilbúin(n) til að byrja með einhverjum? – útdráttur. Spyrðu síðan áheyrendur:
-
Hvers vegna ætti fólk ekki að byrja að fara á stefnumót fyrr en það er andlega, tilfinningalega og fjárhagslega tilbúið að ganga í hjónaband?(Okv 13:12; Lúk 14:28–30)
-
Hvað kannt þú að meta við það hvernig foreldrarnir leiðbeindu dóttur sinni?
Lestu Orðskviðina 28:26. Spyrðu síðan áheyrendur:
-
Hvernig getur par sýnt fyrirhyggju til að forðast að þau séu ein í aðstæðum sem gætu leitt til freistinga?
-
Hvers vegna er skynsamlegt að par ræði fyrir fram um skýr mörk í tengslum við að sýna blíðu, til dæmis að haldast í hendur eða kyssast?
Lestu Efesusbréfið 5:3, 4. Spyrðu síðan áheyrendur:
-
Hvað ætti par að hafa í huga varðandi samtöl sín á milli í síma eða á netinu?
8. Safnaðarbiblíunám
(30 mín.) bt kafli 24 gr. 1–6