Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

3.–9. mars

ORÐSKVIÐIRNIR 3

3.–9. mars

Söngur 8 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Sýndu að þú treystir á Jehóva

(10 mín.)

Treystu á Jehóva, ekki sjálfan þig.(Okv 3:5; ijwbv-E grein 14 gr. 4, 5)

Sýndu að þú treystir á Jehóva með því að leita leiðsagnar hjá honum og fylgja ráðum hans. (Okv 3:6; ijwbv-E grein 14 gr. 6, 7)

Vertu ekki of öruggur með sjálfan þig.(Okv 3:7; be 77 gr. 1)

SPYRÐU ÞIG: Leita ég ráða hjá Jehóva á öllum sviðum lífsins?

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Okv 3:3 – Hvernig getum við bundið tryggan kærleika og trúfesti um háls okkar og skrifað þau á töflu hjarta okkar? (w06 1.10. 9 gr. 7)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Svaraðu algengri mótbáru. (lmd kafli 1 liður 5)

5. Að hefja samræður

(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. Segðu viðmælandanum frá jw.org og gefðu honum nafnspjald. (lmd kafli 3 liður 3)

6. Ræða

(5 mín.) w11 15.3. 14 gr. 7–10 – Stef: Sýndu að þú treystir á Guð þegar fólk er áhugalaust gagnvart boðskapnum. (th þjálfunarliður 20)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 124

7. Sýndu að þú treystir söfnuði Jehóva

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Það kann að vera frekar auðvelt að treysta leiðbeiningum í innblásnu orði Guðs, Biblíunni. Hins vegar getur verið erfiðara að treysta leiðbeiningum ófullkominna manna sem taka forystuna í söfnuði Jehóva, sérstaklega ef við skiljum ekki leiðbeiningarnar eða erum ósammála þeim.

Lestu Malakí 2:7. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvers vegna erum við ekkert hissa á því að Jehóva láti ófullkomna menn leiðbeina fólki sínu?

Lestu Matteus 24:45. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvers vegna getum við treyst leiðbeiningum frá söfnuði Jehóva?

Lestu Hebreabréfið 13:17. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvers vegna ættum við að styðja ákvarðanir þeirra sem Jehóva treystir fyrir forystunni?

Spilaðu MYNDBANDIÐ Skilaboð frá stjórnandi ráði nr. 9, 2021 – útdráttur. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvernig styrktu leiðbeiningarnar sem við fengum í heimsfaraldrinum traust þitt á söfnuði Jehóva?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 57 og bæn