LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
„Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum“
Dugmikil eiginkona er eiginmanni sínum til sóma. Á dögum Lemúels konungs var eiginmaður sem átti dugmikla konu „mikils metinn í borgarhliðunum“. (Okv 31:23) Nú á dögum þjóna vel metnir menn sem öldungar og safnaðarþjónar. Ef þeir eru giftir hefur góð hegðun og stuðningur eiginkvenna þeirra mikil áhrif á hvernig þeim gengur. (1Tím 3:4, 11) Slíkar konur eru mikils metnar, bæði af eiginmönnum sínum og söfnuðinum.
Dugmikil eiginkona hjálpar manni sínum í þjónustunni með því að ...
-
hvetja hann með vinsamlegum orðum. – Okv 31:26.
-
vera sátt við að hann verji tíma í þágu safnaðarins. – 1Þess 2:7, 8.
-
vera nægjusöm. – 1Tím 6:8.
-
spyrja hann ekki út í trúnaðarmál safnaðarins. – 1Tím 2:11, 12; 1Pét 4:15.